Gefnargras
Gefnargras er mjög hávaxin planta sem blómstrar lillabláum blómum í júlí - september. Það kann best við sig í sól eða hálfskugga í vel framræstum, frekar rökum jarðvegi. Það þarf stuðning, annars leggjast blómstönglarnir niður. Þetta er ný planta sem hefur verið einn vetur úti í beði og blómstraði í fyrsta sinn í sumar, svo það er ekki komin löng reynsla á hana enn. Hún lofar þó góðu.