Nönnugras
Nönnugras er alveg sérstaklega falleg fjölær planta með mjög fínskiptu laufi sem minnir á burkna og nokkuð stórum, ljósfjólubláum blómum. Það er nokkuð harðgert og þrífst best í frjóum, vel framræstum, frekar rökum jarðvegi í sól eða hálfskugga. Ég átti það í mörg ár í gamla garðinum, eða þangað til ég flutti. Þá tapaðist það, en ég sáði því aftur í fyrra og er með nokkrar plöntur í uppeldi. Ég hlakka mikið til að það fari að blómstra aftur. ❤️