Perlusjóður

Perlusjóður er smávaxin steinhæðaplanta sem verður gjörsamlega þakinn litlum, lillabláum blómum í apríl. Hann getur jafnvel byrjað að blómstra í mars ef tíðin er góð. Þetta er háfjallaplanta frá Ölpunum sem vex þar í lausum skriðum, oft í kalksteini, en það er þó ekki algilt. Hann þarf því grýttan, vel framræstan jarðveg til að þrífast vel og sólríkan stað. Við þau skilyrði er hann ljómandi harðgerður.