Skógarþristur er lágvaxin skógarplanta sem blómstrar hvítum blómum í maí - júní. Ég var búin að eiga hann í 4-5 ár þegar ég flutti og hann þreifst ágætlega og blómstraði einu blómi á hverju ári, en stækkaði ekki neitt. Hann lifði flutninginn af og lifir enn, en hefur ekki náð að kreista fram þetta eina blóm. Ég þarf mögulega að finna honum betri stað. Svo getur verið að hann þurfi meiri hlýju til að ná að stækka meira, hann vex við hærri sumarhita í sínum heimkynnum í N-Ameríku, en hann fær hér. Það urðu ekki bara kaflaskil í mínu lífi þegar ég flutti, heldur í veðurfarinu líka (þó það sé nú líklegast ekki tenging þarna á milli), en frá 2013 hafa verið leiðinlega mörg sumur sem hafa valdið vonbrigðum veðurfarslega séð, bæði verið köld og blaut. Árin 2008 - 2012 voru töluvert betri, svo kannski spilar það eitthvað inn í líka.
top of page
bottom of page