Eyjagullhnappur
Ég ræktaði þessa plöntu af fræi sem var merkt Trollius laxus, engjagullhnappur, en þegar hún blómstraði var nokkuð ljóst að það stemmdi ekki. Hún hefur valdið mér miklum heilabrotum, því mér gekk mjög illa að finna út hvaða tegund þetta gæti verið. Ég er ekkert 100% viss um að ég hafi komist að réttri niðurstöðu, en mér finnst líklegt að þetta sé eyjagullhnappur. Hann vex í NA-Asíu, Rússlandi og Japan. Hann byrjar að blómstra mjög snemma, jafnvel í lok apríl og stendur í blóma fram í júní. Eins og aðrar tegundir ættkvíslarinnar kann hann best við sig í rökum, lífefnaríkum jarðvegi á sólríkum stað.