Garðagullhnappur
Garðagullhnappur er hópur blendinga af gullhnappi (T. europaeus) og annarra tegunda, s.s. kínahnapps (T. chinensis) og asíuhnapps (T. asiaticus). Þeir eru yfirleitt kröftugri en gullhnappurinn og verða hærri, með blómliti í ýmsum gulum litbrigðum frá fölgulum yfir í appelsínugulan. Þetta eru allt harðgerðar og auðræktaðar plöntur sem þurfa almennt séð ekki stuðning. Þeir þrífast best í frjóum, lífefnaríkum, frekar rökum jarðvegi í sól eða hálfskugga.