Dvergakyndill

Dvergakyndill er yndisleg, jarðlæg steinhæðaplanta sem stendur í blóma frá júní fram í ágúst. Hann vex villtur í fjöllum Grikklands og er því heldur viðkvæmur. Hann lifði bara einn vetur úti hjá mér, en hann gæti sjálfsagt lifað af ef hann fengi skjól frá vetrarbleytu t.d. í köldum reit. Hann þarf mjög vel framræstan, grýttan, helst kalkríkan jarðveg á mjög sólríkum stað.
Does anyone have seeds from Verbascum acaule?