Blámannskyndill
Blámannskyndill er hávaxin fjölær planta sem blómstrar fjólubláum, bleikum eða hvítum blómum. Blómstönglarnir eru grannir og leggjast auðveldlega niður, svo hann þarf stuðning. Hann er sagður vera frekar skammlífur og þær plöntur sem ég átti með bleikum blómum voru það, en sá fjólublái hefur lifað mjög lengi. Hann vex best í sól í vel framræstum jarðvegi.