Blámannskyndill
'Flush of White' er mjög fallegt afbrigði af blámannskyndli með hreinhvítum blómum. Hann þarf sömu skilyrði og tegundin, frekar sólríkan stað og vel framræstan jarðveg. Þetta afbrigði hefur lifað hjá mér í mörg ár og blómstrar alltaf í júlí og fram í frost. Eins og tegundin þarf það stuðning, annars leggjast blómstönglarnir út af. Það þarf ekki einu sinni rok til, ef blómin blotna í rigningu verða þau það þung að blómstönglarnir standa ekki undir þeim.