Skrautkyndill
'Southern Charm' er afbrigði af skrautkyndli með blómliti í mismunandi gulum, ferskjulituðum og bleikum litatónum. Ég ræktaði hann af fræi fyrir mörgum árum og fékk nokkrar plöntur sem hafa lifað í mörg ár, þó hann sé sagður vera skammlífur. Hann þrífst best á frekar sólríkum stað í vel framræstum jarðvegi. Hann er töluvert kröftugri og hávaxnari en blámannskyndillinn, sem hann líkist mjög að öðru leiti. Blómstönglarnir eru mjög gjarnir á að leggjast út af, svo það borgar sig að gera ráðstafanir áður en það gerist, annars verða þeir mjög hlikkjóttir, eins og sést á mörgum af mínum myndum.