Steindepla
Steindepla er lágvaxin, íslensk tegund sem sómir sér vel í steinhæðum. Hún þarf sólríkan stað og vel framræstan jarðveg til að þrífast vel. Ég hef átt mína í mjög mörg ár og það hefur verið mjög misjafnt á milli ára hversu sátt hún er með lífið. Sum ár blómstrar hún lítið sem ekkert, sum ár blómstrar hún mikið, eins og á myndinni hér að ofan, sem var tekin í sumar. Ég hef ekki hugmynd um hvað veldur, en sumarið í sumar, var greinilega henni að skapi. Hef sjaldan séð hana jafn kröftuga og blómríka.