Kósakkadepla
Kósakkadepla er harðgerð og auðræktuð fjölær planta sem blómstrar ljósbláum blómum í júní - júlí. Laufið vex í jarðlægri hvirfingu og minnir mjög á lauf maríuvanda og af því er latneska heitið dregið. Gentianoides þýðir „líkist Gentiana‟, ættkvísl maríuvanda. Kósakkadepla er ekki mjög kröfuhörð, en vex þó best í frekar vel framræstum, rökum jarðvegi í sól eða hálfskugga.