Langdepla
'Rose Tones' er afbrigði af langdeplu sem ég ræktaði af fræi. Það lifði í nokkur ár og virtist ágætlega harðgert, en gallinn var að það blómstraði ekki. Myndin hér að ofan var tekin í byrjun október 2011 og þetta er það næsta sem það komst því að blómstra. Blómin náðu þó ekki að springa út. Mig minnir að ég hafi hent henni á endanum, þegar mér fannst útséð um að það kæmu blóm. Það þarf mjög sólríkan stað og vel framræstan jarðveg.