Langdepla

Langdepla er meðalhá fjölær planta sem blómstrar smáum, bláfjólubláum blómum í ágúst - september. Hún verður fallegust á sólríkum stað í vel framræstum jarðvegi, þó hún sé harðgerð og nægjusöm. Ég hef átt hana lengi og þó hún blómstri seint, þá nær hún oftast að blómstra.