Silfurdepla
Silfurdepla er undirtegund axdeplu (V. spicata) með silfruðu laufi og bláfjólubláum blómum. Hún er heldur viðkvæm fyrir vetrarbleytu og þarf mjög vel framræstan jarðveg á mjög sólríkum stað til að eiga möguleika á að lifa veturinn af hér fyrir sunnan a.m.k. Ég átti hana í nokkur ár, en eins og með svo margar aðrar steinhæðaplöntur, þá tapaði ég henni þegar ég flutti, þar sem nýi garðurinn býður ekki upp á næga sól.