Hraundepla

Hraundepla er meðalhá bládeplutegund sem blómstrar bláum blómum frá miðjum júlí og fram á haust. Hún er mjög blómsæl og setur því mikinn svip á garðinn á meðan hún stendur í blóma með sín fallegu, bláu blóm. Hún er harðgerð og auðræktuð, en verður fallegust á sólríkum stað í vel framræstum, frekar rýrum jarðvegi.