Hornfjóla
Hornfjóla er meðalhá, fjölær fjólutegund sem blómstrar fjólubláum blómum frá síðari hluta júní og frameftir sumri. Hún er mjög harðgerð og hefur lifað í fjöldamörg ár. Hún vex vel í sól eða hálfskugga og kann best við sig í vel framræstum, lífefnaríkum, rökum jarðvegi. Þetta er eina fjölæra fjólutegundin sem ég hef ræktað sem blómstrar vel og lengi á hverju sumri og er harðgerð og langlíf.