Glófeldur er alveg jarðlægur og myndar þétta breiðu nálarlaga laufblaða sem verður þakin gulum blómum þegar skilyrðin eru að hans skapi. Hann reyndist tregur að blómstra hjá mér, e.t.v. vantaði kalk, en hann vex víst best í kalkríkum jarðvegi. Jarðvegurinn þarf líka að vera vel framræstur þar sem hann þolir illa vetrarumhleypinga.
top of page
bottom of page