Gullvölva
Gullvölva er vorblómstrandi þekjuplanta sem blómstrar gulum blómum í maí - júní. Hún vex best í sól eða hálfskugga í vel framræstum, lífefnaríkum og rökum jarðvegi. Hún er mjög harðgerð og hefur lifað hjá mér í mörg ár, en er treg til að blómstra af einhverjum ástæðum, sem ég kann ekki að skýra.