'Schneewittchen' er eina klasarósin (Floribunda) sem lifði flutninginn af. Klasarósir eru álíka harðgerðar og terósablendingarnir og þurfa besta stað í garðinum og dekurmeðferð. Sól, skjól, næringarríkur jarðvegur, vetrarskýli eru nauðsyn og vorskýli í maí eykur líkur á góðri blómgun til muna. Ég útbjó skýli úr glærum plastpokum undan vikri til að hvolfa yfir dekurrósirnar í byrjun maí, klippti raufar í hiðarnar og hornin af til að fá loftun og þræddi pokana upp á bambusprik. Þetta gafst mjög vel og flýtti blómgun jafnvel um mánuð og það munar um minna í okkar stuttu sumrum. Nú er ég með akrýldúk yfir dekurrósabeðinu yfir veturinn og fram í lok maí, svo hann þjónar bæði hlutverki vetrarskýlis og vermiskýlis í maí. Platan mín er nú í dekurrósabeðinu og er öll að koma til, blómstraði bæði sumarið 2017 og 2018.
top of page
bottom of page