Bjarmarós

'Maxima' er gömul bjarmarós af óþekktum uppruna sem hefur verið í ræktun síðan a.m.k. á 15. öld. Hún blómstrar fylltum, hvítum blómum sem eru kremlituð í miðjunni. Hún er álíka harðgerð og aðrar bjarmarósir og blómstrar ágætlega ef hún fær nægilegt skjól. Eins og aðrar bjarmarósir blómstrar hún á eldri greinar, svo klipping ætti að takmarkast við að snyrta burt kal.