Labradorrós
'Tarja Halonen' er finnskur labradorrósarblendingur af óþekktum uppruna. Þetta er fundrós sem fannst í garði Bengt Schalin í Kirkkonummi og var nefnd eftir forsætisráðherra Finna, Tarja Halonen árið 2002. Þetta er harðgerð, einblómstrandi runnarós sem getur orðið 2 m á hæð og blómstrar einföldum, bleikum blómum.
Kristleifur Guðbjörnsson skrifaði:
"Finnsk Labradorrós. Harðgerð, hefur náð fullri hæð 2.m.á tveimur sumrum. Blómstrar mikið í júlí, ilmar talsvert, þetta er mögnuð rós. H.2.Ísl."