Nútímarunnarós (Modern Shrub)
'Dornröschen' eða dornrós, eins og hún er oft kölluð, er ein af þeim beðrósum sem geta vel vaxið utandyra hér við rétt skilyrði. Hún þarf sólríkan, skjólgóðan stað og við slík skilyrði getur hún vaxið ágætlega og blómstrað nokkuð árvisst. Það hefur reynst mér vel að skýla með akrýldúk sem ég hef yfir fram í lok maí. Hún fær þá gott start á vorin sem getur flýtt blómgun töluvert. Það er vel þess virði, því hún er síblómstrandi og heldur áfram að blómstra fram á haust.
Dornrós í garðinum mínum. Hún var gróðursett þarna fyrir 10 árum síðan við vegg sem gegn vestri. Hún er mjög harðgerð og hefur aldrei þurft sérstakt skjól þar sem hún er. Mikil prýði af henni finnst okkur.