Klasarós (Floribunda)
'Bright as a Button' er mjög sérstök rós. Hún var ræktuð af Christopher H. Warner í Bretlandi fyrir 2006 og það mætti segja að hún sé einn allsherjar kokteill af allskonar. Fræið var af Kordes klifurrósinni 'Summer Wine' og frjóið af ónefndri fræplöntu sem var afkvæmi klasarósarinnar 'SCRIVbell' og ónefndrar fræplöntu sem var afkomandi 'Tigris' og dvergrósarinnar 'Baby Love'. Hún blómstrar einföldum blómum, sem er sjaldgæft á meðal klasarósa, eða bara nútímarósa yfirleitt. Blómin eru bleik með dökkum bletti í miðjunni. Hún er frekar viðkvæm og þarf vetrarskýlingu og sólríkan, skjólgóðan vaxtarstað.