Klasarós (Floribunda)
'Korona' er klasarós með fylltum, skærrauðum blómum sem ræktuð var af Reimar Kordes í Þýskalandi og sett á markað 1955. Hún er útkoman af víxlun tveggja rauðra klasarósa, 'Obergärtner Wiebicke' sem er dökkrauð og 'Independence' sem er appelsínurauð. Hún lifði í nokkur ár hjá mér og blómstraði eitthvað, en þurfti vetrarskýlingu og besta stað í garðinum. Hún myndi njóta sín betur í gróðurhúsi.