Klasarós (Floribunda)
'Tip Top' er falleg klasarós, sem blómstrar stórum, laxableikum blómum í fáblóma klösum. Blómin líkjast mjög blómum terósablendinga. Hún var ræktuð í Þýskalandi af Mathias Tantau, Jr. 1963. Hún er frekar viðkvæm og þarf örugglega vetrarskýlingu og allra bestu skilyrði til að blómstra eitthvað utandyra, en sómir sér best í gróðurhúsi eða garðskál. Það er líka hægt að rækta hana í potti úti á palli og geyma pottinn í gróðurhúsi yfir veturinn.