Gullrós
'Persiana' er sport af gullrós, R. foetida, með fylltum gulum blómum sem fannst 1837. Sport er náttúruleg stökkbreyting, sem er nokkuð algengt fyrirbæri á meðal rósa, þar sem ný grein vex með nýjum eiginleikum, t.d. breyttum blómlit eða blómgerð. Í þessu tilviki eru blómin fyllt í stað einfaldra. Hún er að öðru leiti eins og gullrósin og vex best við sömu skilyrði, sól og hita. Hún getur því átt svolítið erfitt hér í köldum rigningarsumrum.
Ég hef ekki persónulega reynslu af þessari rós, en Kristleifur Guðbjörnsson skrifaði 2009:
"Harðgerð rós 1,5.m.á hæð kelur nánast ekkert, ilmar mikið , blómgast um miðjan júlí, H.2. Ísl."