Apótekararós
'Officinalis', apótekararósin, er mjög gömul gallicu rós sem talin er hafa verið í ræktun síðan fyrir 1160. Hún er nokkuð harðgerð miðað við aðrar gallica rósir. Ég hef ekki persónulega reynslu af þessari rós, en Kristleifur Guðbjörnsson skrifaði árið 2009:
"Harðgerð, fremur lágvaxin rós 1 m á hæð. Ilmar vel, blómstrar í júlí. H.2.Ísl."