Rauðblaðarós
Rauðblaðarós er harðger og nokkuð hávaxin runnarós, sem getur náð rúmlega 3 m hæð. Þetta er einblómstrandi runnarós, sem blómstrar einföldum, frekar smáum, bleikum blómum með hvítri miðju. Blómin eru ekki tiltakanlega glæsileg og standa frekar stutt, en hún á það til að þroska smáar, rauðar nýpur sem mikil prýði er af. Hún er nokkuð skuggþolin, en ef hún er í of miklum skugga kemur það niður á blómgun.