Rauðblaðarós
'Nova' er sjálfsáð fræplanta af rauðblaðarós sem uppgötvaðist í garðyrkjustöð í Öjebyn í Svíþjóð og var sett á markað 1956. Hitt foreldrið er ekki þekkt, en er skráð sem 'Prairie Dawn' á Helpmefind.com. Þetta er stórvaxinn runni, um 2-3 m á hæð sem blómstrar í júlí og fram á haust. Blómin eru töluvert stærri en á rauðblaðarós, hálffyllt og ljósbleik. Hún er blómsæl og harðgerð. Eini gallinn er að hún er viðkvæm fyrir ryðsvepp og hafa vinsældir hennar svolítið dalað af þeim sökum.