Meyjarós
'Tromsø' er meyjarósarblendingur sem fannst í Mørkvedsgarði í Tromsø, Noregi. Hún er yfirleitt skráð undir tegundaheitið R. holodonta, en það er nú talið samheiti á meyjarós, R. moyesii. Þetta er rós sem ég hef ekki persónulega reynslu af en Kristleifur Guðbjörnsson skrifaði 2009:
"Norsk rós lík meyjarós. Er á öðrum vetri og hefur ekki kalið. Verður stórvaxin, blóm í júlí og verulega falleg aldin í september, ilmar vel. H.2.Ísl."