Moskusrósarblendingur (Hybrid Musk)
'Mozart' er fallegur moskusrósablendingur með einföldum bleikum blómum sem eru ljósari í miðjunni. Þau eru smá, í margblóma klösum eins og á flestum öðrum moskusrósablendingum. Hún var ræktuð í Þýskalandi af Peter Lambert 1936. Foreldrarnir voru moskusrósablendingurinn 'Robin Hood' og terósablendingurinn 'Rote Pharisäer'. Hún varð því miður ekki langlíf hjá mér, ég hafði hana í potti og hafði hana úti yfir sumarið og í gróðurhúsi yfir veturinn, en samt lifði hún ekki. Veit ekki hvað olli, en hún lifir líklegast best í gróðurhúsi.