Moskusrósablendingur (Hybrid Musk)
'Robin Hood' er moskusrósablendingur ræktuð af Rev. Joseph H. Pemberton í Bretlandi 1927. Foreldrarnir voru ónefnd fræplanta og klasarósin 'Miss Edith Cavell'. Hún blómstrar smáum, hálffylltum blómum sem eru dökkbleik með óreglulegum hvítum rákum hér og hvar. Hún lifði í nokkur ár í gamla garðinum mínum með góðri vetrarskýlingu og dekri, en blómstraði mjög seint. Hún myndi njóta sín betur í gróðurhúsi.