Terósablendingur (Hybrid Tea)
'Flora Danica' er danskur terósablendingur ræktaður af Pernille og Mogens N. Oleson 1989. Hún hefur verið markaðssett undir tveimur öðrum nöfnum, 'Garden News' 1999 og 'Spellbound' 1996. Hún blómstrar fylltum, ilmandi, appelsínugulum blómum. Þetta er frekar viðkvæm rós, sem vex varla utandyra hér. Þetta er rós í gróðurhúsið eða garðskálann.