Terósablendingur (Hybrid Tea)
'Peace' er ein frægasta rós heims. Hún setti ný viðmið í rósarækt og vinsældir rósa á 6. og 7. áratug síðustu aldar má að stórum hluta rekja til þessarar rósar. Hún var ræktuð af Francis Meilland í Frakklandi 1935. Hún blómstrar ilmandi blómum sem eru gul með bleikum jöðrum í fyrstu, en blómliturinn fölnar svo og verður fölgulur og fölbleikur. Bleiki liturinn verður sterkari í hita, ef það er mjög svalt verða blómin að mestu gul. Þetta er frekar viðkvæm rós, sem nýtur sín best í gróðurhúsi. Ég plantaði minni fyrst út í beð undir suðurvegg og þrátt fyrir vetrarskýlingu var hún alveg að gefst upp þegar ég flutti hana inn í gróðurhús ári síðar. Það tók hana nokkur ár að jafna sig nóg til að blómstra aftur.