Terósablendingur (Hybrid Tea)
'Troika' er dásamlega fallegur terósablendingur ræktaður af Poulsen í Danmörku 1971. Hún blómstrar stórum, fylltum blómum sem eru frá ferskjugulu og út í bleikt og er liturinn síbreytilegur frá því þau springa út næstum appelsínugul og verða meira ferskjugul og svo bleik þegar þau eldast. Hún er önnur af tveimur terósarblendingum sem hafa lifað úti í beði og blómstrað nokkuð örugglega. Hún þarf þó vetrarskýlingu og besta stað í garðinum til að eiga séns úti. Eins og aðrir terósablendingar nýtur hún sín best í gróðurhúsi.