Kanelrós
'Foecundissima' er afbrigði af kanelrós með þéttfylltum, bleikum blómum. Hún er ekki eins kröftug og villta kanelrósin, verður varla meira en 1 m á hæð. Hún er sögð harðgerð.
Ég hef ekki persónulega reynslu af ræktun þessarar rósar, en Kristleifur Guðbjörnsson skrifaði 2009:
"Rós Majalis, fyllt kanelrós, sem Norðmenn kalla Jómfrúarrós. Blóm í júli. Þetta er lágvaxna kvæmið um 1 m, til er hærri tegund um 2 m ilmar lítið. Allar kanelrósir eru mjög harðgerðar H.1.Ísl."