'Marguerite Hilling' er meyjarósarblendingur með hálffylltum, bleikum blómum. Hún er sport af rósinni 'Nevada', en það þýðir að stökkbreyting varð á plöntu af 'Nevada' þar sem óx fram grein með bleikum blómum í stað hvítra. Hún er að öðru leiti eins og 'Nevada'. Sú rós er afkvæmi ónefnds meyjarósarblendings og terósarblendingsins 'La Giralda' og því er hún heldur viðkvæmari en meyjarós. Ég hef ekki reynslu af þessari rós, en Kristleifur Guðbjörnsson skrifaði 2009:
"Falleg rós sem blómstrar í ágúst. Hæð 1,5 til 2 m. Þarf skjól. H.3.Ísl. Ilmar vel."