Gallica rós
'Merveille' er gallica rós sem er ekki beint antík, en ég flokka hana nú samt með hinum gallica rósunum hér á Garðaflóru. Þetta er finnsk rós, ræktuð af Pijo Rautio í Finnlandi. Ártalið er eitthvað á reiki, sumar heimildir segja 2005, aðrar 2008. Í öllu falli myndi það teljast til nútímans. Hún er blendingur af óþekktri mosarós og gallica rós.
Ég pantaði mína rós 2017 hjá rósaklúbbi Garðyrkjufélgasins. Hún blómstraði í fyrsta skipti í fyrra, svo það er ekki komin löng reynsla. En hún lofar góðu.