Strandrós
Ég rakst á þessa fallegu runnarós í Höfðaskógi við Hvaleyrarvatn sumarið 2011, en þar er rósagarður á vegum Rósaklúbbs Garðyrkjufélags Íslands. Þetta var mjög hraustleg planta með fjölda blóma sem fönguðu augað langt að. Hún getur orðið allt 3 m í sínum heimkynnum, ég veit ekki hvað hún getur orðið stór hér, en þessi planta var mjög myndarleg. Hún vex villt á vesturströnd N-Ameríku frá Alaska og suður til Kaliforníu.