Fjallarós
Fjallarós er mjög harðgerð runnarós sem vex villt í fjöllum S- og Mið-Evrópu. Hún getur orðið 2-3 m á hæð og blómstrar einföldum, bleikum blómum frá miðjum júlí og frameftir sumri. Hún fær gula haustliti og þroskar rauðar nýpur í heimkynnum sínum, en ég man ekki eftir að hafa séð nýpur á rósinni sem óx í gamla garðinum mínum.