Nútíma klifurrós (Modern Climber)
'Penny Lane' er óskaplega falleg rós, sem er flokkuð sem nútíma klifurrós, en nær ekki þeirri hæð hérlendis til að geta talist sem klifurrós. Hún er frekar viðkvæm, þarf vetrarskýli og kelur nokkuð, svo hún verður ekki mjög há í loftinu. Hún þarf mjög sólríkan og skjólsælan vaxtarstað og nær þá að blómstra þokkalega. Þessi rós var ræktuð af Harkness í Bretlandi 1998 og er afkvæmi floribunda klasarósarinnar 'Ann Harkness' og klifurrósarinnar 'New Dawn'.
Þessi rós óx í gamla garðinum mínum í ca. sex ár og blómstraði yfirleitt eitthvað. Ég flutti hana með mér, en ég hafði ekki nógu góðan stað fyrir hana í nýja garðinum, svo hún gafst upp.
Hvernig hefur hún reynst hjá ykkur?