Þyrnirósarblendingur (Hybrid Spinosissima)
'Frühlingsgold' er þyrnirósarblendingur ræktaður af Kordes í Þýskalandi 1937. Hún er afkvæmi terósarblendingsins 'Joanna Hill' og fölgula þyrnirósarblendingsins 'Hispida', sem var frjógjafinn. Hún blómstrar hálffylltum, fölgulum blómum. Því miður hefur mér gengið vægast sagt illa með þessa rós. Hún þarf mjög skjólgóðan og sólríkan stað, annars kelur hún töluvert. Hún hefur verið mjög treg til að blómstra, mér sýnist á mínum myndum að það hafi bara gerst árið 2008, ég er nokkuð viss um að ég hefði fest þann atburð á mynd hafi hún blómstrað aftur. Ég er búin að vera á leiðinni að henda henni lengi, en ekki haft mig í það enn. Ég á mjög erfitt með að henda plöntum á meðan þær lifa og hún lifir enn.