Geislarós
'Harison's Yellow' er blendingur þyrnirósar (Rosa pimpinellifolia) og gullrósar (Rosa foetida) með hálffylltum, gulum blómum. Hún er nokkuð harðgerð og blómstrar mikið við rétt skilyrði, en hún þrífst best í sól, í vel framræstum, frekar sendnum jarðvegi. Hún var ræktuð af George Folliott Harison í New York í Bandaríkjunum árið 1824.