Þyrnirósarblendingur (Hybrid Spinosissima)
'Huldra' er norskur þyrnirósarblendingur ræktuð af Evert Nilsson í Ås í Noregi, einhverntíma fyrir 2009. Hún er blendingur þyrnirósarblendingsins 'Poppius' og eplarósar (Rosa rubiginosa). Blómin eru fölbleik og hálffyllt og laufið matt, grænt og mun stórgerðara en á þyrnirós. Það er takmörkuð reynsla á harðgerði þessarar rósar, en þó er líklegt að hún sé þokkalega harðgerð.
"Blendingsrós, óreynd, sýnist efnileg að áliðnum fyrsta vetri úti. Ilmar mikið, blómstrar í júní ,ekki vitað um hæð eða harðgerði ennþá."
- Kristleifur Guðbjörnsson
Huldra er norsk þjóðsagnavera, einskonar huldukona, sem býr í skógum og tælir unga karlmenn með fögrum söng og hörpuleik.