Þyrnirósarblendingur (Hybrid Spinosissima / Pimpinellifolia)
'Juhannusmorsian' er finnsk fundrós af óþekktum uppruna með ilmandi, hálffylltum blómum. Krónublöðin eru fölbleik með dekkri miðju. Hún fær rauðleita haustliti og þroskar rauðbrúnar nýpur. Hún er sögð mjög harðgerð en lifði einhverra hluta vegna ekki lengi hjá mér. Hún þrífst best á sólríkum stað í vel framræstum, frekar sendnum jarðvegi.