Þyrnirósarblendingur
'Kerisalo' er finnsk fundrós af óþekktum uppruna sem fannst í Kerisalo, Joroinen í Austur-Finnlandi. Hún er sögð blómstra heldur seinna en þyrnirósirnar og laufið er stórgerðara svo hún á greinilega ættir að rekja til einhverrar annarar rósar líka. Hún blómstrar nokkuð stórum, hálffylltum, fölbleikum blómum.
"Óreynd finnsk Þyrnirósasort, blóm í júnílok, ilmar lítið. Er sögð mjög harðgerð í Finnlandi."
- Kristleifur Guðbjörnsson, Mosfellsbæ, 2009