Þyrnirósarblendingur
'Kilwinning' er kanadískur þyrnirósarblendingur, ræktaður af Percy H. Wright, 1948. Hún er blendingur af hlíðarós (Rosa pimpinellifolia var. altaica) og gullrósarblendingsins (Rosa foetida) 'Persian Yellow'. Hún er mjög harðgerð, en því miður eru blómin viðkvæm fyrir rigningu, sem er nokkuð algengt vandamál með kanadísku rósirnar.
" Mjög harðgerð þyrnirós frá Kanada. Blómstrar mikið frá júlíbyrjun og til loka júlí, verður 2 m á hæð og ilmar mikið, en galla hefur hún henni líkar illa við rigningu. H.1. Ísl."
- Kristleifur Guðbjörnsson, Mosfellsbæ, 2009