Þyrnirós
'Lovísa', eða Lóurós, er íslenskt úrvalsyrki sem Ólafur Sturla Njálsson í Nátthaga setti í framleiðslu. Þetta er afburðafallegt yrki með einföldum, hvítum blómum, sem er sagt harðgert. Ég hef ekki reynslu af ræktun hennar, en rakst á hana í Höfðaskógi við Hvaleyrarvatn og þessi fögru blóm gripu athygli mína. Ef ég finn einhverntíma stað fyrir hana, þá bæti ég henni í safnið.