Þyrnirósarblendingur (Hybrid Spinosissima)
'Paimio' er finnsk fundrós af óþekktum uppruna, sem er oft flokkuð undir Rosa x harisonii, sem bendir til að hún sæki einhver gen til gullrósar, Rosa foetida. Blómin eru einföld og opnast ljósbleik, með kremgulri miðju, en bleiki liturinn er fljótur að dofna og blómin verða þá kremhvít. Hún hefur svolitla tilhneigingu til kals, svo hún þarf nokkuð skjólgóðan stað. Eins og aðrar rósir af þyrnirósarkyni kann hún best við sig í nægri sól og vel framræstum, sendnum jarðvegi.
- Kristleifur Guðbjörnsson, Mosfellsbæ, 2009